Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær árangur FS á hestaíþróttamóti framhaldsskóla
Miðvikudagur 28. apríl 2010 kl. 14:21

Frábær árangur FS á hestaíþróttamóti framhaldsskóla


Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigraði í framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem haldið var í reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbæ á dögunum. Mjög mikil þátttaka var í mótinu en alls mættu 16 framhaldsskólar til leiks. FS-ingar komu heim með fangið fullt að verðlaunagripum enda unnu þeir til verðlauna í öllum greinum og sigruðu einnig í heildarkeppninni í ár.

Lið FS skipuðu þau Ásmundur Ernir Snorrason, Ólöf Rún Guðmundsdóttir, Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Una María Unnarsdóttir en liðsstýra var Margrét Lilja Margeirsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024