Frábær árangur fimleikastúlkna
Seinna haustmót fimleikasambands Íslands fór fram nú um helgina í Gerplu. Keppt var í 1., 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans sem og frjálsum æfingum. Fimleikadeild Keflavíkur sendi þrjá keppendur á mótið. Stúlkurnar stóðu sig með stakri prýði. Hérna fyrir neðan má sjá úrslitin frá mótinu.
Laufey Ingadóttir keppti í 1. þrepi í 11 ára flokki. Hún hafnaði í 2. sæti á stökki, 1. sæti á gólfi og 3. sæti samanlagt.
Alísa Rún Andrésdóttir keppti í 1. þrepi 12 ára og eldri. Hafnaði í 2.sæti á slá og 1.sæti á gólfi.
Katla Björk Ketilsdóttir keppti í 1. þrepi 12 ára og eldri hafnaði í 1. sæti í stökki.