Frábær árangur 5. flokks Keflvíkinga
Keflavík fór með fimm lið í 5. flokki í knattspyrnu til til leiks á Olísmótið sem haldið var á Selfossi um síðustu helgi. Keflvíkingar náðu frábærum árangri og A-liðið varð Olísmótsmeistari 2019.
D1 vann B-riðil D liða
D2 var í öðru sæti í A-riðli D liða
C liðið var í þriðja sæti í A-riðli C liða
B liðið tapaði bronsleiknum í A-riðli B liða
A liðið vann Val í úrslitaleik A-riðils A liða og varð því Olísmótsmeistarar 2019. Keflavík vann 2:1 eftir að hafa lent undir 1-0. Jóhann Elí Kristjánsson jafnaði leikinn úr vítaspyrnu og það var svo Aron Freyr Haraldsson sem skoraði sigurmarkið þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum.
Þjálfarar Keflavíkur eru Sigurður Hilmar Guðjónsson, Lars Jónsson og Marc McAusland.