Fótboltinn og karfan kljást
Það verður skemmtilegur körfuboltaleikur sem boðið verður uppá í íþróttarhúsinu við sunnubraut miðvikudaginn 8. maí kl. 18:00. en þá munu leiða saman hesta sína fótboltapeyjarnir og körfuboltajaxlarnir úr mfl. Keflavíkur. Fyrr á þessu ári spiluðu sömu lið fótboltaleik í Reykjaneshöll sem lauk með sigri “fótboltans“ 9-1 eftir hörkuleik en þess má geta að “karfan“ lék með 14 leikmenn inni á vellinum gegn 11 leikmönnum “fótboltans“.
Spennandi verður að sjá hvort liðið hrósar sigri á miðvikudag en víst þykir að “fótboltinn“ kemur með nýtt útlit til leiks enda hafa þeir verið að safna yfirvaraskeggi síðustu vikurnar líkt og “karfan“ gerði meðan á úrslitakeppni Epson-deildarinnar stóð.
Spennandi verður að sjá hvort liðið hrósar sigri á miðvikudag en víst þykir að “fótboltinn“ kemur með nýtt útlit til leiks enda hafa þeir verið að safna yfirvaraskeggi síðustu vikurnar líkt og “karfan“ gerði meðan á úrslitakeppni Epson-deildarinnar stóð.