Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 7. júní 2002 kl. 15:06

Fótboltinn hjá þeim yngri kominn á skrið

Það hefur verið nokkuð um leiki hjá yngri flokkunum í Keflavík á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 5. flokkur lék gegn Aftureldingu fyrir nokkru og stóð sig mjög vel, sigraði í a, b, og d liðum en c-liðið tapaði.
3. flokkurinn lék gegn Fylki á Fylkisvelli þar sem þeir voru kafsigldir af heimamönnum, 6-0.
Þróttur Reykjavík sigraði svo 4. flokkinn hjá Keflavík, 3-1.

Úrslit hjá 5. flokki voru eftirfarandi
A-lið: Keflavík-Afturelding: 4-0 (Davíð Stefán Þorsteinsson 2, Arnþór Elíasson 2)
B-lið: Keflavík-Afturelding: 2-0 (Grétar Þór Grétarsson, Ásgeir Elvar Garðarsson)
C-lið: Keflavík-Afturelding: 0-2
D-lið: Keflavík-Afturelding: 7-1 (Bergþór Árni Pálsson, Þorbergur Geirsson 2, Bjarni Reyr Guðmundsson 2, Cole Brownell)

Næsti leikur hjá yngri flokkum pilta er hjá 5. flokki en sá leikur er gegn Fylki á Fylkisvelli mánudaginn 10. júní kl. 16:00
Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024