Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 3. júní 1999 kl. 22:40

FÓTBOLTI

Víðismenn efstir í 1. deildinni Víðir skaut sér upp á topp 1. deildarinnar með tveimur góðum heimasigrum í vikunni. Fyrst voru Reyjavíkur-Þróttarar lagðir 3-2 og í gærkveldi lið KVA 5-3. Víðismenn hafa nú skorað 9 mörk í 3 fyrstu leikjunum og eru heldur óvænt á toppnum með 7 stig. Borgnesingar sitja í þriðja sæti með 6 stig en eiga leik til góða. Fótbrotnaði í fyrsta leik Keflavík og KA léku fyrsta leikinn í Íslandsmóti 2. flokks í Keflavík sl. laugardag. Einum Akureyringnum varð það á að leggja of mikið í eina tæklinguna og fótbrotnaði (leggurinn) illa á hægri fæti. Nágrannaslagur í 3. deildinni í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá hjá Suðurnesjaliðunum í knattspyrnu þar af innbyrðisslagur í botnbaráttunni þegar Þróttarar í Vogum fara til Grindavíkur og mæta GG-mönnum. Reynir í Sandgerði leikur gegn KFS og Njarðvíkingar fá Víking Ólafsfirði í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024