Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótboltasumarið 2011 - FC Keppnis
Mánudagur 25. apríl 2011 kl. 16:34

Fótboltasumarið 2011 - FC Keppnis

Áfram höldum við hér á VF kynningu okkar á knattspyrnuliðum Suðurnesja og er röðin að þessu sinni komin að öðru utandeildarliði úr Reykjanesbæ, FC Keppnis. Við tókum forsprakka liðsins Einar Má Jóhannesson tali og forvitnuðumst um liðið og komandi tímabil í utandeildinni. Upphafið hjá FC Keppnis má rekja til þess að nokkrir félagar stunduðu saman innanhúsbolta í b-salnum við Sunnubrautina og fannst orðið tímabært að Suðurnesin eignuðust udandeildarlið eftir að sú deild hafði risið upp eftir mikla lægð undangenginna ára. FC Keppnis var svo formlega stofnað þann 10. mars sem er afmælisdagur Chuck Norris, árið 2005 og segir Einar liðið hafa sett mark sitt á íslenska knattspyrnu allar götur síðan og reynt eftir mesta magni að koma þessum utandeildarbolta á hærra plan. Bæði með þrotlausum æfingum og ekki má gleyma látlausum töflufundum hjá meistara Kjartani Mássyni.

Einar telur að liðið hafi alltaf verið þekkt fyrir frumlegheit og nýjungagirni hvað varðar æfingar og upphitun fyrir leiki sína, má þar helst nefna að fyrir alla leiki fari liðið í frisbí og sippi með stóru sippubandi þar sem margir geta sippað í einu. „Ýmsir frábærir leikmenn úr ýmsum áttum hafa leikið með liðinu og má þar nefna sennilega besta markmann sem íslenska þjóðin hefur nokkru sinni átt, Ólaf Gottskálksson og var eini leikurinn sem hann spilaði með liðinu ótrúlegur í alla staði því við spiluðum manni færri af völdum dómaraskandals og þurfti Óafur að vera bæði markmaður og sweeper. Að sjálfsögðu unnum við leikinn á síðustu mínútu með sendingu frá Ólafi, ótrúlegt en satt,“ segir Einar Már eigandi Keppnisliðsins.

Liðinu hefur gengið upp og ofan síðustu ár en einna helst stendur uppúr þegar liðið sigraði lið Hjörleifs í bikarleik um árið. Hjörleifsmenn höfðu ekki tapað bikarleik í þriggja ára sögu bikarkeppninar hjá utandeildinni þar til Keppnismenn komu og settu þá á sinn stað.

Einar segir stemmningin aldrei hafa verið betri hjá liðinu. „Aðallega vegna þess að aðal hrokagikkur liðsins flutti erlendis í eitt ár og náðum við allir að yfirstíga það vesen sem honum fylgdi,“ segir Einar.

Hvernig er undirbúningstímabilinu háttað hjá FC Keppnis?

„Undirbúningstímabilið hefur farið hægt af stað hjá Keppnismönnum sökum þess að á veturna vill liðið oft leiðast út í drykkju og almenn dólgslæti. En nú þegar fer að vora rennur af mönnum og nú varir svokallaður meistaramánuður hjá liðinu þar sem menn afeitra. Allir innan liðsins skrifa undir samning þess eðlis og ef sá samningur er brotinn þá er refsingin að þurfa fara í sleik við eitthvað af kvennmannsefninu sem fyrirfinnst á Paddýs. Til að koma mönnum í stand fyrir sumarið höfum við haldið ratleik á hverju ári sem nær um gjörvallt Suðvesturland og mega menn einungis vera gangandi í þeim leik,“ segir Einar léttur í bragði.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í einu af frægum þemapartíum liðsins þar sem liðsmenn mættu uppáklæddir sem frægir íþróttamenn


Hver eru markmið sumarsins?
„Hópurinn er að eldast og ákveðin álagsmeiðsli farin að taka sinn toll en við hjá Keppnis erum seigir andskotar og hjólum í þetta sumar með krafti og hjarta. Hinn landsþekkti Túrbódrake er kominn í markið hjá okkur, svo það verður ekkert auðvelt að setja boltann framhjá manni sem hefur drepið milljónir manna í tölvleikjum um allan heim. Einnig hefur liðið endurheimt Jón Þór Elfarsson einn besta leikmann Keppnis frá upphafi sem sneri aftur eftir skamma dvöl hjá Njarðvík. Markmið sumarsins er svo að sjálfsögðu fyrsta sæti B-riðils í utandeildinni og annað sæti bikarkeppninar,“ segir Einar kíminn og hann segir jafnframt aðalmarkmið liðsins að vinna þessa krakka í Kef FC sem einnig leika í utandeildinni. „Það tókst í fyrra og er því stundum betra að vera Keppnismaður en að vera eftirlíking,“ bætir hann við.

Styrkleika liðsins telur Einar vera þá að liðið geti innbyrgt nógu mikið magn af áfengi á laugardagskvöldi til að drepa meðalstóran skógarbjörn en samt vaknað til að vinna leiki á sunnudegi. Veikleikarnir liðsins séu svo þeir sömu.





Einar Már Jóhannesson eigandi Keppnis vill að lokum koma eftirfarandi skilaboðum til sinna manna um leið og hann óskar mönnum góðs gengis í sumar.

„Champions aren't made in the gyms. Champions are made from something they have deep inside them -- a desire, a dream, a vision.“
-- Muhammad Ali"


Myndir: Efst- Liðsmynd frá Glóðarmótinu 2009. Miðja - Keppnisleikarnir eru árlegur viðburður hjá liðinu. Neðst - Einar Már Jóhannesson.


[email protected]