Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótboltastrákur sem er góður í pílu
Föstudagur 27. apríl 2018 kl. 06:00

Fótboltastrákur sem er góður í pílu

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu segir að Grindavík sé uppáhalds staðurinn sinn á Íslandi og hann stefnir á atvinnumennsku. Við fengum Dag til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta.

Fullt nafn: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Íþrótt: Fótbolti.
Félag: Grindavík.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Held ég hafi verið 4-5 ára þegar ég byrjaði.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Minnir að það hafi verið hann Eysteinn Húni.
Hvað er framundan? Íslandsmótið og vinnan.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar við öðrum flokk í Grindavík urðum deildarmeistarar í fyrra og færðum okkur upp um deild.

Uppáhalds:
Leikari: Adam Sandler.
Bíómynd: Snatch.
Bók: Engin í uppáhaldi.
Alþingismaður: Sigmundur Davíð.
Staður á Íslandi: Grindavík auðvitað.

Hvað vitum við ekki um þig?
Vitið það eflaust ekki að ég er fjandi góður í pílukasti

Hvernig æfir þú til að ná árangri? Æfi vel og stunda einnig aukaæfingar.

Hver eru helstu markmið þín? Atvinnumennskan.

Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ein skemmtileg þegar við vorum á Costa Blanca á Spáni og Sigurjón Rúnarsson núverandi leikmaður meistaraflokks Grindavíkur reynir við hjólhestaspyrnu og dettur skyndilega út og rotast.

Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfingin skapar meistarann!