Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 20. júní 2003 kl. 15:56

Fótboltamaraþon hjá þriðja flokki fram á nótt

Fótboltamaraþon hjá þriðja flokki karla í Keflavík hófst klukkan 15:00 í íþróttahúsinu við Myllubakkaskóla, en strákarnir munu spila fótbolta til klukkan 3 í nótt. Með maraþoninu eru strákarnir að safna fyrir keppnisferð sem farin verður til Danmerkur þann 6. júlí nk. Þeir sem vilja heita á strákana er bent á að hringja í Ingólf Karlsson í síma 861-2050 eða koma niður í Myllubakkaskóla til að kíkja á frábæran fótbolta.VF-ljósmynd: Þessir hressu strákar úr þriðja flokki eiga sjálfsagt eftir að verða þreyttir í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024