Fótboltakrakkar frá Grindavík standa sig vel
3. flokkur stúlkna frá Grindavík tryggði sér sæti í úrslitakeppni innimóts KSÍ með því að sigra sinn riðil sem spilaður var í Laugardalshöll um helgina.
Stúlkurnar byrjuðu ekki alveg nógu vel er þær gerðu jafntefli við ÍR, síðan sigruðu þær Þrótt R. 4-0 og lögðu síðan lið Fjölnis í síðasta leiknum 8-2. Úrslitakeppnin fer fram 19.-20. febrúar og er þá ljóst að Grindavík mun eiga þar tvö lið en 5. flokkur stúlkna hafði þegar tryggt sér sæti þar.
2. flokkur kvenna lék sinn riðil í Grafarvogi. Þær byrjuðu á því að tapa illa gegn heimastúlkum í Fjölni 6-0, síðan sigruðu þær lið Álftanes 4-2, síðan lið Þróttar R. 3-1 og gerðu að lokum jafntefli gegn Keflavík 2-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Þar með enduðu stúlkurnar í öðru sæti í riðlinum.
Grindvíkingar í 5. flokki pilta léku sinn riðil í Garðabæ. Alls voru 7 lið í riðlinum. Grindavíkurdrengir byrjuðu á því að gera jafntefli gegn Stjörnunni 1-1, síðan sigruðu þeir Hamar 6-1 þar sem Ríkharður Guðfinnsson gerði 5 mörk. Þá sigruðu þeir lið Bifrastar 3-0, síðan töpuðu þeir gegn FH 3-0 og gegn ÍR 1-3, að lokum gerðu þeir jafntefli gegn Þrótti R. 2-2. Þannig að drengirnir lentu í þriðja sæti í sínum riðli, sem telst ansi gott.
Stúlkurnar byrjuðu ekki alveg nógu vel er þær gerðu jafntefli við ÍR, síðan sigruðu þær Þrótt R. 4-0 og lögðu síðan lið Fjölnis í síðasta leiknum 8-2. Úrslitakeppnin fer fram 19.-20. febrúar og er þá ljóst að Grindavík mun eiga þar tvö lið en 5. flokkur stúlkna hafði þegar tryggt sér sæti þar.
2. flokkur kvenna lék sinn riðil í Grafarvogi. Þær byrjuðu á því að tapa illa gegn heimastúlkum í Fjölni 6-0, síðan sigruðu þær lið Álftanes 4-2, síðan lið Þróttar R. 3-1 og gerðu að lokum jafntefli gegn Keflavík 2-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Þar með enduðu stúlkurnar í öðru sæti í riðlinum.
Grindvíkingar í 5. flokki pilta léku sinn riðil í Garðabæ. Alls voru 7 lið í riðlinum. Grindavíkurdrengir byrjuðu á því að gera jafntefli gegn Stjörnunni 1-1, síðan sigruðu þeir Hamar 6-1 þar sem Ríkharður Guðfinnsson gerði 5 mörk. Þá sigruðu þeir lið Bifrastar 3-0, síðan töpuðu þeir gegn FH 3-0 og gegn ÍR 1-3, að lokum gerðu þeir jafntefli gegn Þrótti R. 2-2. Þannig að drengirnir lentu í þriðja sæti í sínum riðli, sem telst ansi gott.