Fótboltafjör í Sandgerði
Þeir skemmtu sér sannarlega vel krakkarnir í Sandgerði í gær, enda blíðskaparveður til knattspyrnuiðkunnar. Leikið var í pollamóti í knattspyrnu þar sem 6. flokks lið Reynis atti kappi við Stjörnuna, Leikni og HK. Mikið var um tilþrif og eflaust einhverjir framtíðar vormenn Íslands þarna á ferð. Hér má sjá ljósmyndasafn frá gærdeginum.