Fótboltafjör fatlaðra
Fatlaðir knattspyrnumenn fjölmenntu í Reykjaneshöll sl. laugardag, alls staðar að af landinu og reyndu með sér í knattspyrnu. keppnin var liður í Íslandsleikum Special Olympics og Íþróttahátíð ÍSÍ. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari sá um upphitun fyrir keppendur og Freyr Sverrisson, Njarðvík ásamt starfsmönnum ÍF, sáu um knattþrautir fyrir börnin áður en keppni hófst. Um 40 þátttakendur mættu til keppni og fengu allir viðurkenningu að móti loknu, en það var Haukur Ingi Guðnason, leikmaður Liverpool og KR sem afhenti viðurkenningarnar. Að mótinu loknu var keppendum boðið upp á pizzu og gos, en það þótti mörgum keppendum standa upp úr þann daginn.