Fótboltaferð dregin út í K-húsinu
Nú fer hver að vera síðastur til að vera með í keppninni um ferð á leik Arsenal og Liverpool þann 7. maí nk. Barna- og unglingaráð Keflavíkur hefur staðið fyrir tippleik í vetur þar sem áhugasamir geta komið við í K-húsinu á laugardögum og lagt inn sinn seðil.
Dregið verður kl. 13 um hver hreppir hnossið, en allir sem hafa lagt inn seðil í vetur eiga möguleika.
Dregið verður kl. 13 um hver hreppir hnossið, en allir sem hafa lagt inn seðil í vetur eiga möguleika.