Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:07

Förum eins ofarlega og hægt er

Keflvíkingar hafa snúið gengi liðsins við á síðustu vikum og unnu þeir alla sína leiki í síðustu viku. Fyrst voru Hamarsmenn lagðir 87-88 í æsispennandi leik í Hveragerði, síðan var Snæfellsliðinu komið í lóg 119-84 og að lokum voru Ísfirðingar burstaðir á eigin heimavelli 45-92, með meira en helmingsmun. Sigurður Ingimundarson, þjálfari þeirra, hlýtur að vera manna óánægðastur með stoppið en nokkuð víst er að ekkert toppliðanna vill mæta Keflvíkingum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Mér sýnist fyrsta sætið vera of langt undan en við erum vonandi komnir í gang og ættum að geta unnið liðin fyrir ofan okkur í úrslitakeppninni” sagði Guðjón Skúlason fyrirliði sem leikið hefur sérlega vel að undanförnu og er að margra áliti lykillinn að velgengni liðsins. „Við reynum bara að komast eins ofarlega og hægt er”.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024