Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Forsetinn hleypur 21km til styrktar góðu málefni
Fimmtudagur 22. ágúst 2013 kl. 09:30

Forsetinn hleypur 21km til styrktar góðu málefni

Oddur Ragnar Þórðarson, forseti bæjarstjórnar Voga ætlar að hlaupa 21km í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítalasjóðs Hringsins. Heita má á Odd með því að heimsækja síðu hans á Hlaupastyrkur.is.

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins þar með talin uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala BUGL. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt.

Barnaspítalasjóður Hringsins var stofnaður árið 1942. Í hann fer öll fjáröflun Hringsins.