Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Forsala hafin hjá Keflvíkingum á bikarúrslitaleikinn í Höllinni
Þriðjudagur 17. febrúar 2015 kl. 00:05

Forsala hafin hjá Keflvíkingum á bikarúrslitaleikinn í Höllinni

Sævar Sævarsson er með símann opinn fyrir pantanir

Forsala á bikarúrslitaleik Keflavíkur og Grindavíkur í Poweradebikar kvenna í körfubolta er hafin hjá Keflvíkingum. Miðinn mun kosta 2000 kr. í forsölu en 2500 kr. á leikdegi. Miðinn gildir á báða úrslitaleikina, í kvenna og karlaflokki.

Séu miðar keyptir í forsölu hjá Keflavík renna þeir óskipt til félagsins en séu þeir keyptir af midi.is eða við innganginn á leikdegi skiptist ágóðinn milli þeirra liða sem leika til úrslita.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að nálgast miða með því að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926.