Forsala hafin á Keflavík-Madeira
Keflavík mætir CAB Madeira í 16 liða úrslitum í áskorendakeppnni Evrópu n.k. fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 20:30 í Sláturhúsinu en forsala aðgöngumiða er þegar hafin.
Hægt er að kaupa miðana í forsölu í Skóbúðinni, Kóda og Blend en þessar verslanir eru allar að Hafnargötu í Reykjanesbæ. Miði í forsölu er happdrættismiði sem gildir einnig sem aðgöngumiði á leikinn. Dregið verður um glæsilega vinninga í hálfleik þar sem m.a. verður hægt að næla sér í ferðavinning með Iceland Express og ferðaávísun frá Mastercard að upphæð kr. 25.000.
Körfuknattleiksunnendur eru hvattir til þess að fjölmenna í Sláturhúsið á fimmtudag og fylgjast þar með hágæða körfubolta.
VF-mynd/ Nick Bradford, fyrrum leikmaður Keflavíkur, sækir hér að körfu Madeira í Evrópukeppninni en liðin hafa áður mæst í keppninni.