Forsala á úrslitaleikinn hefst á morgun
Forsala miða á leik Keflavíkur og Snæfells á næstkomandi fimmtudag hefst á morgun. Miðasalan verður í íþróttahúsinu við Sunnubraut og verður hún milli 17 og 19. Gengið er inn um aðal inngang (þeim megin sem húsverðirnir sitja). Miðaverð fyrir fullorðna er 1500kr og 12-16 ára 1000kr. Einnig eru til sölu VIP miðar sem gilda í stuðningsmannastúkuna niðri, en því fylgja einnig veitingar. Verðið á þeim miðum er 2500kr.
Við viljum vekja athygli á því að það er gríðarleg eftirvænting og spenna í bæjarbúum fyrir þessum leik og klárt mál að húsið verður þéttsetið. Til að auðvelda mikla teppu í miðasölunni á leiknum, ásamt þægindum fyrir áhorfendur að geta gengið bara beint inn með miða, þá
er gríðarlega skynsamlegt að tryggja sér miða í forsölu á morgun.
KOMA SVO KEFLVÍKINGAR! FJÖLMENNUM OG STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á STRÁKUNUM!