Forsala á síðasta leik sumarsins í dag
Þar sem að það má búast við miklu fjölmenni á leik Keflavíkur og Fram sem hefst klukkan 16:00 á laugardag viljum við benda fólki á að mæta tímanlega.
Forsala miða fer fram á skrifstofu deildarinnar að Skólavegi 32 föstudag frá klukkan 14 – 18. Eins má benda fólki að kaupa miða á midi.is
Rétt er að benda fólki á að Sunnubraut verður lokuð á milli Faxabrautar og Skólavegar á leikdag en bílastæði verða opin neðan við sundlaug, ofan við Fjölbrautarskólann, við Íþróttaakademíuna og við Reykjaneshöll.
Heyrst hefur af fólki sem ætlar að koma erlendis frá gagngert til að vera á leiknum. Hvar ætlar þú að vera?
Knattspyrnudeild Keflavíkur