Forsala á Maltbikar úrslitaleik Keflavíkur og Njarðvíkur hefst í dag
Miðasala fyrir bikarúrslitaleik Keflvíkur og Njarðvíkur í Malbikar kvenna á morgun hefst í dag föstudag kl. 17 í Ljónagryfjunni í Njarðvík og kl. 17.30 í TM höllinni í Keflavík.
Miðinn í forsölu kostar kr. 1.500 og rennur óskiptur til félaganna. Leikurinn verður í Laugardalshöll kl. 16.30 á morgun, laugardag.
Njarðvíkurstúlkur komu mjög skemmtilega á óvart í keppninni en þær mæta stöllum sínum úr Keflavík sem unnu Maltbikarinn í fyrra.