Forsala á Kjörís-bikar í Íþróttahúsi Njarðvíkur
Forsala á miðum fyrir undanúrslit í Kjörísbikarnum á föstudaginn fer fram í Íþróttahúsinu Njarðvík á fimmtudag milli kl.18:00 og 20:00 og á föstudag milli kl.16:00 og 17:00. Njarðvík á leik gegn KR kl. 18:30 en
þeir eru ósigraðir í vetur og er þetta fyrsta skipti á tímabilinu sem
þessi lið mætast. Óhætt er að segja að von sé á hörku viðureign milli
þessara liða. Í seinni leiknum kl:20:15 eigast við Keflavík og Þór
Akureyri og gildir aðgöngumiðinn á báða leikina. Það er mjög mikilvægt
fyrir deildina að stuðningsfólk kaupi miðana "heima" því innkoma af þeim
rennur óskipt til liðsins en innkoma af miðum sem seldir eru á staðnum
skiptist niður á öll fjögur liðin.
Stjórn Kkd.UMFN
þeir eru ósigraðir í vetur og er þetta fyrsta skipti á tímabilinu sem
þessi lið mætast. Óhætt er að segja að von sé á hörku viðureign milli
þessara liða. Í seinni leiknum kl:20:15 eigast við Keflavík og Þór
Akureyri og gildir aðgöngumiðinn á báða leikina. Það er mjög mikilvægt
fyrir deildina að stuðningsfólk kaupi miðana "heima" því innkoma af þeim
rennur óskipt til liðsins en innkoma af miðum sem seldir eru á staðnum
skiptist niður á öll fjögur liðin.
Stjórn Kkd.UMFN