Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 2. febrúar 2003 kl. 16:05

Forsala á bikarleikina hafin

Forsala á bikarúrslitaleiki KKÍ og Doritos sem fram fara í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. febrúar nk. er hafin. Keflvíkingar eiga bæði lið í karla og kvennaflokki og er mikill hugur hjá þeim að fá sem flesta í Höllina enda um stórskemmtilegan viðburð að ræða. Forsalan er í Skóbúð Keflavíkur á Hafnargötu og munu þeir sem kaupa miða í forsölu fá glæsilega stuðningsmannaboli frá Langbest.Það er því um að gera fyrir stuðningsmenn liðsins og aðra körfuboltaáhugamenn að tryggja sér miða sem fyrst þar sem takmarkað framboð er af miðum í forsölu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024