Formannsskipti á aðalfundi KKD UMFN
Formannsskipti urðu á fjölmennum aðalfundi körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í gær. Hafstein Hilmarsson lét af störfum og Valþór S. Jónsson tók við embættinu. Farið var yfir stöðu mála hjá deildinni og kom fram í skýrslu sem fráfarandi formaður flutti að afkoma deildarinnar var góð og niðurstaða reikninga jákvæð
Þá voru þeir Grétar Hermannson og Ásgeir Guðbjartsson kosnir nýir í stjórn en auk Hafsteins hætti Kristján Pálsson í stjórninni en áfram sitja þau Halldóra Lúthersdóttir og Árni B. Hjaltason.