Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Formannskipti framundan hjá KKD Keflavíkur
Fimmtudagur 23. júní 2005 kl. 10:46

Formannskipti framundan hjá KKD Keflavíkur

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldinn næst komandi fimmtudag, þann 30. júní kl. 20 í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108.

Á dagskrá er stjórnarkjör og hefðbundin aðalfundarstörf. Hermann Helgason, núverandi formaður deildarinnar mun láta af störfum og hyggst Birgir Már Bragason bjóða sig fram til starfans og hefur til þess góðan stuðning. Ekki er vitað um önnur framboð. Flest allir stjórnarmenn og varamenn stjórnar hyggast bjóða sig fram til áframhaldandi setu og auk þess munu nokkrir til viðbótar hafa áhuga á stjórnarsetu. Ekki hefur fjöldi stjórnarmanna verið takmarkaður hjá körfuknattleiksdeildinni til þessa.

Fráfarandi stjórn skipa: Hermann Helgason, formaður, Birgir Már Bragason, varaformaður, Særún Guðjónsdóttir, gjaldkeri, Sigurður B Magnússon, Kristján Guðlaugsson, Guðsveinn Ólafur Gestsson, Smári Birgir Þórisson, Einar Skaftason. Fráfarandi varamenn eru:  Hrannar Hólm Gunnar Jóhannsson, Þorgrímur St. Árnason, Jón Ben Einarsson. Særún Guðjónsdóttir mun láta af gjaldkerastörfum en Kristján Guðlaugsson hyggst sækjast eftir þeirri stöðu. Hrannar Hólm gefur ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

VF-mynd/Bjarni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024