Fór holu í höggi í Leirunni
Kristín Pálsdóttir úr GK er ekki óvön því að taka eitt högg af teig og klára holuna þannig. Í gær gerðist það í fjórða sinn hjá þessari knáu golfkonu - og það á einni erfiðustu par þrjú holu Hólmsvallar í Leiru í töluverðum mótvindi. Kristín notaði dræverinn, og smellti boltanum beint í holuna. Kristín var að keppa í Kaupþingsmótaröð LEK mótinu þegar hún náði þessu draumahöggi allra kylfinga.
Þetta kemur fram á golffréttamiðlinum Kylfingur.is en nánar er hægt að lesa um þetta mál með því að smella hér.