Fór holu í höggi á Bergvíkinni
Ævar Pétursson fór holu í höggi á Bergvíkinni, þriðju holu Hólmsvallar í Leiru. á lokahring í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja í dag. Ævar, sem keppir í meistaraflokki, notaði sex járn við höggið sem hann sló af hvítum teigum en par þrjú holan illræmda er 180 metrar en hún er talin erfiðasta par þrjú holan á Íslandi.
„Þetta var fullkomið högg, boltinn flaug yfir hafið og lenti um fimm metra frá holunni og rúllaði beint í,“ sagði Ævar í samtali við Víkurfréttir.
Ævar Pétursson er eini kylfingurinn sem hefur farið holu í höggi á Bergvíkinni á öftustu teigum í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja.
Mynd: Ævar Pétursson með kylfuna og boltann við Bergvíkina