Flugskífuskotfimi í blíðskaparveðri
	K. Steinarsson Ljósnæturmótið í flugskífuskotfimi var haldið sl. fimmtudag í blíðskaparveðri.
	
	Í unglingaflokki vann Reynir Þór Reynisson yngri.
	
	Í A-flokki sigraði Hjörtur Sigurðsson og annar var Reynir Þór Reynisson eldri.
	
	Í B-flokki sigraði Þröstur Sigmundsson, í öðru sæti var Bjarni Sigurðsson og í þriðja sæti var Börkur Þórðarson.
	
	Eftir mótið var grillið tekið fram og öllum boðið uppá pulsur og gos.
	
	
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				