Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flottur útisigur hjá Keflavík í Vesturbænum
Darrel Lewis var með 30 stig í kvöld.
Föstudagur 1. febrúar 2013 kl. 22:05

Flottur útisigur hjá Keflavík í Vesturbænum

Keflavík vann góðan útisigur gegn KR á útivelli í kvöld í Dominos-deild karla, 88-100. KR hafði undirtökin framan af leik en frábær lokaleikhluti tryggði Keflavík góðan sigur.

Keflavík skoraði 30 stig í lokaleikhlutanum gegn 14 stigum heimamanna. Darrel Lewis átt góðan leik hjá Keflavík í kvöld en hann skoraði 30 stig. Michael Craion skoraði 27 stig og tók 13 fráköst. Billy Baptist kom þar á eftir með 21 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með sigrinum þá fara Keflvíkingar upp fyrir KR að stigum og eru í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Grindvíkingar eru einir á toppnum með 22 stig en efri hlutinn í deildinni er mjög jafn.

KR-Keflavík 85-100 (28-17, 17-26, 26-27, 14-30)

Keflavík: Darrel Keith Lewis 30/8 fráköst, Michael Craion 27/13 fráköst/4 varin skot, Billy Baptist 21/14 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11, Valur Orri Valsson 6/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 1/4 fráköst.