Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flottur árangur hjá GS-golfstúlkum
Kinga er óstöðvandi á golfvellinum.
Mánudagur 19. júní 2017 kl. 06:00

Flottur árangur hjá GS-golfstúlkum

Hin bráðefnilega og skemmtilegi kylfingur Kinga Korpa úr Golfklúbbi Suðurnesja varð um helgina Íslandsmeistari í holukeppni unglinga 14 ára og  yngri en leikið var á Húsatóftavelli í Grindavík. Kinga vann Evu Maríu Gestsdóttur úr GKG í úrslitaleik með minnsta mun, 1-0.
Kinga sigraði á þriðja mótinu í röð á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi á þessari golftíð.

Systir hennar, Zuzanna Korpak hefur einnig verið að gera góða hluti á mótaröðinni. Hún varð í öðru sæti en hún tapaði í úrslitaviðureign gegn Amöndu G. Bjarnadóttur. Þá varð Laufey Jónsdóttir í öðru sæti í 19-21 árs flokki en hún tapaði fyrir Helgu Kristínu Einarsdóttur í úrslitaleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024