Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flottur árangur FK á Aðventumóti Ármanns
Mánudagur 3. desember 2007 kl. 22:12

Flottur árangur FK á Aðventumóti Ármanns

Um 40 frískar fimleikastelpur tóku þátt í Aðventumóti Ármanns í Reykjavík um síðastliðna helgi. Bæði var keppt í einstaklings- og liðakeppni.

 

Rakel Halldórsdóttir keppti í fjórða þrepi á laugardeginum og stóð sig mjög vel, stúlkur úr A1 og A2 náðu góðum árangri í fimmta þrepi A&B einnig á laugardeginum. Í 5.þrepi A varð Helena Rós Gunnarsdóttir efst af Keflavíkurstúlkum í 8. sæti með 53,1 stig sem er glæsilegt skor og í 5. þrepi B var Elfa Falsdóttir efst hjá Keflavík í 5. sæti með 50,25 stig.

 

Á Sunnudeginum fór fram keppni í 6. þrepi í þremur aldursflokkum með rúmlega 150 þáttakendum. Keflavík átti keppendur í öllum flokkum en Harpa Hrund Einarsdóttir var hæst Keflavíkurstúlkna í 6. þrepi með 55,60 stig sem er afar glæsileg einkunn og skilaði henni í 6. sæti í harðri keppni. 

 

Stúlkurnar frá FK fæddar 1999 náðu 2. sæti í liðakeppni sem er einnig frábær árangur. Þær stóðu saman og voru allar að skila sínum æfingum af mikilli prýði.

 

Mynd og frétt: www.keflavik.is Frá Aðventumóti Ármanns um síðustu helgi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024