Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 23. október 2001 kl. 09:26

Flottir kroppar í Keflavík

Stinnir og stæltir, olíubornir og ljósabrúnir á baðfötum. Þannig litu kropparnir á Galaxy Fitness Íslandsmótinu út, en mótið var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut sl. laugardag.

Svipmyndir frá mótinu hér að neðan.
Áhorfendur fylltu húsið til að bera dýrðina augum. Mikil spenna myndaðist þegar keppendur fóru í gegnum tímaþrautirnar og hvatningarköllin ómuðu um húsið. Suðurnesjafólkið náði ekki að raða sér í fyrstu sætin en náði samt sem áður ágætis árangri.
Kristján Ársælsson sigraði í karlaflokki. Hann var númer eitt upphífingum, dýfum og í hraðaþraut. Ívar Guðmundsson varð annar. Sigurlína Guðjónsdóttir sigraði í kvennaflokki en hún sigraði í samanburði og hraðaþraut. Lilja Kjalarsdóttir lenti í öðru sæti en þetta var hennar fyrsta mót og því um frábæran árangur að ræða. Þess má geta að Freyja Sigurðardóttir úr Sandgerði, sigraði kvennaflokkinn í fyrra og árið þar á undan en hún tók ekki þátt að þessu sinni þar sem hún er á leið á heimsmeistaramótið í fitness sem haldið verður í Brasilíu á næstu dögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024