Flottir kroppar, mikill hraði og mögnuð stemmning
ICEFITNESS 2009 verður haldið í Reykjanesbæ nú um helgina. Samanburður fer fram fimmtudaginn 12. nóvember kl: 20:00 Í Andrews leikhúsinu á Ásbrú Reykjanesbæ (gamla Varnarsvæðinu, á sama stað og það var 2008). Icefitness keppnin sjálf fer fram laugardaginn 14. nóvember kl: 16:00 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, Reykjanesbæ. Flottasta Fitness fólkið mætir á svæðið, þar af 6 keppendur af Suðurnesjum, þau eru Ásdís Þorgilsdóttir, Eva Lind Ómarsdóttir, Jakob Már Jónharðsson, Vikar Karl Sigurjónsson og Íslandsmeistari síðustu 2ja ára Sævar Ingi Borgarsson.
Ice fitness er keppni í Fitness, þar sem reynir á alhliða form keppenda, þ.e.a.s. styrk, úthald, snerpu, tækni og samræmi í vöðvauppbyggingu. Ice fitness er einn af stærstu viðburðum á sviði líkamsræktar á ári hverju. Ice fitness var haldið í Reykjanesbæ 2008 fyrir troðfullu húsi í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Í kvenna flokki er keppt í hraðaþraut, armbeygjum, fitnessgreip og samanburði og í karla flokki er keppt í hraðaþraut, upphífum, dýfum og samanburði.
Icefitness er mjög hröð og áhorfendavæn keppni og skorum við á alla að koma og njóta frábærrar skemmtunar.