Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flottir kroppar, mikill hraði og mögnuð stemmning
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 16:00

Flottir kroppar, mikill hraði og mögnuð stemmning

ICEFITNESS 2009 verður haldið í Reykjanesbæ nú um helgina. Samanburður fer fram fimmtudaginn 12. nóvember kl: 20:00 Í Andrews leikhúsinu á Ásbrú Reykjanesbæ (gamla Varnarsvæðinu, á sama stað og það var 2008). Icefitness keppnin sjálf fer fram laugardaginn 14. nóvember kl: 16:00 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, Reykjanesbæ. Flottasta Fitness fólkið mætir á svæðið, þar af 6 keppendur af Suðurnesjum, þau eru Ásdís Þorgilsdóttir, Eva Lind Ómarsdóttir, Jakob Már Jónharðsson, Vikar Karl Sigurjónsson og Íslandsmeistari síðustu 2ja ára Sævar Ingi Borgarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ice fitness er keppni í Fitness, þar sem reynir á alhliða form keppenda, þ.e.a.s. styrk, úthald, snerpu, tækni og samræmi í vöðvauppbyggingu. Ice fitness er einn af stærstu viðburðum á sviði líkamsræktar á ári hverju. Ice fitness var haldið í Reykjanesbæ 2008 fyrir troðfullu húsi í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.


Í kvenna flokki er keppt í hraðaþraut, armbeygjum, fitnessgreip og samanburði og í karla flokki er keppt í hraðaþraut, upphífum, dýfum og samanburði.


Icefitness er mjög hröð og áhorfendavæn keppni og skorum við á alla að koma og njóta frábærrar skemmtunar.