Flottar framkvæmdir við sjóvarnargarð á Hólmsvelli í Leiru
- sjáið drónamyndir
Vinna Vegagerðarinnar við sjóvarnargarðinn á Hólmsvelli í Leiru fer brátt að ljúka. Þá er eftir vinna við frágang fjórðu brautarinnar, en í þá vinnu ætlar klúbburinn að ráðast í síðar á árinu.
Golfklúbbur Suðurnesja tók nýlega frábært myndband, sem má sjá hér að neðan, af framkvæmdum við völlinn sem sýnir vel hvernig sjóvarnargarðurinn breytir umgjörðinni og gefur aukið landrými. Þá er vinnu við hólinn milli 17. og 18. brautar að ljúka. Verið er að klára að móta hann og til stendur að tyrfa á næstu vikum.
Skemmst frá því að segja að Leiran kemur afar vel undan vetri og það er tilhlökkun til sumarsins hjá GS eins og hjá öðrum.