Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fleiri titlar til Keflavíkur
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 07:18

Fleiri titlar til Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki kvenna í körfubolta um helgina. Úrslit í yngri flokkum fóru fram í Ljónagryfjunni en Keflvíkingar mættu einmitt heimamönnum í Njarðvík í úrslitum. Lokatölur urðu 69-85 í sigri Keflvíkinga þar sem Ingunn Embla Kristínardóttir var kjörin maður leiksins. Hún skoraði 21 stig í leiknum og tók auk þess 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Myndir og ítarlega umfjöllun má finna á Karfan.is sem var á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024