FLEIRI STUNDI KARATE Í REYKJANESBÆ!
Fleiri stundi karate í Reykjanesbæ!Karatekrakkar úr Karatedeild Keflavíkur tóku þátt í Íslandsmeistarmóti barna og unglinga.Aðalfundur Karatedeildar Keflavíkur var haldinn 26. janúar s.l. og ný stjórn kjörin. Formaður er Sigríður Pálsdóttir, varaformaður Þórarinn Ingi Ingason og gjaldkeri Bryndís Sveinsdóttir, meðstjórnendur Ólöf Elíasdóttir og Arnar Skjaldarson.Karatedeildin hefur aðstöðu í Sundkjallaranum og gerir nú gangskör í að fá fleiri iðkendur. Í boði eru sérstakir byrjendatímar og svokallaðir prufutímar þar sem fólki á öllum aldri gefst kostur á að koma í einn tíma endurgjaldslaust til prufu. Byrjendatímar eru í þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.30-19.30 fyrir byrjendur 12 ára og yngri og á þriðjudögum og fimmtudögum kl.21.30-22.30 fyrir byrjendur 13 ára og eldri.Þann 7. febrúar s.l. hélt Karatesamband Íslands Íslandsmeistaramót barna og unglinga í íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi og voru átta þátttakendur frá Karatedeild Keflavíkur en keppendur voru 240 alls. Hinrik Albertsson frá Keflavík komst í úrslit í sínum aldursflokki.Myndin: Aftari röð frá vinstri: Sigurður Snær, Ragnheiður, Gunnar Berg. Fremri röð frá vinstri: Björn Snævar, Arnór, Birkir, Hinrik og Almar Dagur. Með þeim á myndinni er liðsstjóri þeirra Arne Arneson.