RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Fleiri landsliðsmenn frá Keflavík
Fimmtudagur 25. ágúst 2011 kl. 14:17

Fleiri landsliðsmenn frá Keflavík

Keflvíkingar eiga tvo fulltrúa í U-19 ára hóp Íslands í knattspyrnu en það eru þeir Bergsteinn Magnússon markvörður og miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason. Eins og fram hefur komið er Keflvíkingurinn Magnús Þórir Matthíasson einnig í hóp hjá U-21 liði Íslands. Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir tvo vináttulandsleiki við Eistland. Leikið verður ytra og fara leikirnir fram laugardaginn 3. september og mánudaginn 5. september.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn á Kýpur. Auk heimamanna eru Noregur og Lettland í riðlinum.

Mynd: Arnór Ingvi hefur fengið fjölda tækifæra með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar og staðið sig vel.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025