Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjörutíu stiga sigur Keflavíkur á Fjölni - Siggi Ingimundar fylgdist með úr stúkunni
Fimmtudagur 22. október 2009 kl. 21:43

Fjörutíu stiga sigur Keflavíkur á Fjölni - Siggi Ingimundar fylgdist með úr stúkunni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar unnu ótrúlega auðveldan sigur á Fjölni í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld með 42 stiga mun, 96-54. „Vörnin skóp þennan sigur,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn.

Heimamenn náðu yfirhöndinn strax í byrjun leik og leiddu 17-13 eftir fyrsta leikhluta og 35-24 í hálfleik. Munurinn þó aðeins ellefu stig í lítilli stigaskorun sem sést best á 24 stigum gestanna en heimamenn hafa oft skorað meira en 35 stig. Í síðari hálfleik sýndu þeir mikla yfirburði og skoruðu 61 stig á móti aðeins 30 stigum Fjölnis. Lokatölur því 96-54. Rashon Clark skoraði mest hjá Keflavík eða 18 stig, Sigurður Þorsteinsson skoraði 14 stig, Gunnar H. Stefánsson 11, Þröstur Leo 10, Hörður Axel og Davíð Þór Jóns báðir 9 og Gunnar Einarsson 8 stig. Allir leikmenn Keflavíkur skoruðu.

„Fjölnismenn töpuðu ósanngjarnt fyrir Grindavík á síðustu mínútunni þannig að við áttum alveg eins von á jöfnum leik. Vörnin okkar var hins vegar geysi sterk og svo gekk okkur mjög vel að skora í síðari hálfleik. Ég er ágætlega sáttur með þessa byrjun þó svo við höfum verið súrir yfir tapinu gegn Stjörnunni. Þetta er allt að koma. Hópurinn er stór og góður þannig að ég er þokkalega bjartsýnn á vetur“, sagði Guðjón.

Hvernig finnst þér deildin hafa byrjað?

„Nokkurn veginn eftir bókinni, held hún verði tvískipt en mér líst vel á veturinn og ég held þetta gæti orðið skemmtilegt“.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, og fyrrverandi Keflavíkur, var í áhorfendastæðunum og fylgdist með leiknum með þeim Friðriki Stefánssyni, Páli Kristinssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Hann horfði á sína gömlu lærisveina baka Grafarvogspeyjana.

Hörður Vilhjálmsson skorar í leiknum í kvöld. 

Þröstur átti góðan leik og skorar hér eina af körfum sínum í kvöld.

Keflavíkurkaninn, Rashon Clark með laglega körfu. Hann var iðinn í kvöld.

Siggi Ingimundar og félagar fylgdust með Keflvíkingum rúlla yfir Fjölni í kvöld.


Davíð Jónsson í baráttunni. Hann skoraði 9 stig. Allir Keflvíkingar skoruðu í leiknum.