Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjórir Suðurnesjamenn tóku þátt í Evrópukeppni ungmennafélagsliða
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 23. október 2023 kl. 12:39

Fjórir Suðurnesjamenn tóku þátt í Evrópukeppni ungmennafélagsliða

Íslenskt úrvalslið skipað leikmönnum fjórtán ára og yngri vann alla sína leiki um síðustu helgi í fyrsta glugga Evrópukeppni ungmennafélagsliða í Riga í Lettlandi. Fjórir Suðurnesjamenn voru í úrvalsliðinu, þeir Marinó Freyr Ómarsson úr Grindavík og Keflvíkingarnir Arnar Freyr Elvarsson, Davíð Breki Antonsson og Sigurður Karl Guðnason.

Leiknir voru fimm leikir þessa fyrstu keppnishelgi og gerði íslenska liðið sér lítið fyrir og vann þá alla. Þeir eru annað tveggja liða í keppninni sem vann alla leiki sína um helgina en það gerðu einnig SKM frá Litháen. Næsta mót fer fram í Litháen dagana 3.–6. janúar næstkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðsmenn:

Baltasar Torfi Hlynsson (Stjarnan)
Marinó Freyr Ómarsson (Grindavík)
Ármann Tumi Bjarkason (Þór Ak)
Sigurjón Óli Pálsson (Stjarnan)
Jón Breki Sigurðsson (Stjarnan)
Davíð Breki Antonsson (Keflavík)
Arnar Freyr Elvarsson (Keflavík)
Aron Guðmundsson (Breiðablik)
Árni Atlason (Breiðablik)
Tristan Valur Brynjarsson (Athena)
Úlfur Týr Ágústsson (Stjarnan)
Sigurður Karl Guðnason (Keflavík)

Frá þessu er greint á karfan.is