Fjórir Suðurnesjamenn í hóp hjá Eyjólfi
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 30 leikmenn til æfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum í Kópavogi. Fjórir leikmenn í hópnum eru frá Suðurnesjum að þessu sinni, þrír frá Keflavík og einn frá Reyni Sandgerði. Æft verður á laugardag og sunnudag en framundan hjá liðinu er vináttulandsleikur gegn Wales ytra, þann 6. febrúar næstkomandi.
Markverðir:
Árni Freyr Ásgeirsson, Keflavík
Aron Elís Árnason, Reynir S
Magnús Gunnarsson, Haukar
Aðrir leikmenn:
Andri Rafn Yeoman, Breiðablik
Sindri Snær Magnússon, Breiðablik
Sverrir Ingi Sverrisson, Breiðablik
Tómas Óli Garðarsson, Breiðablik
Einar Karl Ingvarsson, FH
Emil Pálsson, FH
Kristján Gauti Emilsson, FH
Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir
Bjarni Gunnarsson, Fjölnir
Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram
Orri Gunnarsson, Fram
Andri Már Hermannsson, Fylkir
Ásgeir Eyþórsson, Fylkir
Davíð Þór Ásbjörnsson, Fylkir
Elís Rafn Björnsson, Fylkir
Andri Adolphsson, ÍA
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV
Víðir Þorvarðarson, ÍBV
Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík
Sigurbergur Elísson, Keflavík
Emil Atlason, KR
Hilmar Árni Halldórsson, Leiknir R
Ólafur Karl Finsen, Selfoss
Ingólfur Sigurðsson, Valur
Sigurður Egill Lárusson, Víkingur R
Tómas Guðmundsson, Víkingur R
Halldór Orri Hjaltason, Þór