Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir leikmenn skrifuðu undir hjá Grindavík
Nökkvi, Hilmir, Hlynur, Breki og Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur. Mynd/körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Föstudagur 22. júní 2018 kl. 09:38

Fjórir leikmenn skrifuðu undir hjá Grindavík

Þeir Hlynur Hreinsson, Hilmir Kristjánsson, Kristófer Breki Gylfason og Nökkvi Harðarson skrifuðu undir hjá Grindavík í gær og munu þeir leika með meistaraflokki karla í Domino’s-deildinni á næsta tímabili.

Hlynur skrifaði undir eins árs samning en hann hefur verið lykilmaður FSu undanfarin ár, Nökkvi Harðarson er kominn aftur heim frá Vestra en þar var hann meðal annars í fyrirliðahlutverkinu í fyrra. Kristófer Breki og Hilmir framlengdu samninga sína við félagið en á  Facebook- síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur kemur fram að félagið sé gríðarlega ánægt með undirskriftirnar og hlakki til samstarfsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024