Fjórir Keflvíkingar í liði ársins
KSÍ tilkynnti í dag lið ársins 2008 í Landsbankadeild karla og kvenna. Þrír Keflvíkingar eru í karlaliði ársins auk þess sem að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var valinn þjálfari ársins.
Guðjón Árni Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson voru valdnir í lið ársins, en Keflavík lenti í 2. sæti í deildinni í ár. FH á fimm fulltrúa í liðinu, Fram tvo og Breiðablik á einn fulltrúa.
Venjulega er lið ársins tilkynnt á lokahófi KSÍ sem fram fer á morgun, en í ár var ákveðið að bregða útaf vananum og tilkynna liðið einum degi áður.
Lið ársins í Landsbankadeild karla 2008:
Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson – Fram
Varnarmenn:
Auðun Helgason – Fram
Dennis Siim – FH
Guðjón Árni Antoníusson – Keflavík
Tommy Nielsen – FH
Tengiliðir:
Davíð Þór Viðarsson – FH
Hólmar Örn Rúnarsson – Keflavík
Tryggvi Guðmundsson – FH
Framherjar:
Atli Viðar Björnsson – FH
Guðmundur Steinarsson – Keflavík
Jóhann Berg Guðmundsson – Breiðablik
Þjálfari ársins:
Kristján Guðmundsson – Keflavík
VF-MYND/Hilmar Bragi: Hólmar Örn Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson eru í liði árins 2008.