Fjórir í röð hjá Njarðvík
Grindavík lagði ÍR - Keflvíkingar töpuðu í Síkinu
Njarðvík og Grindavík styrktu stöðu sína í Domino’s deild karla í körfubolta í gær með góðum sigrum, á meðan Keflavík tapaði gegn Tindastól fyrir norðan.
Grindvíkingar lönduðu sigrinum að mestu í fyrri hálfleik þar sem þeir kafsigldu gestina frá Breiðholti. Dagur Kár Jónsson fór fyrir þeim gulklæddu en hann skoraði 24 stig. Þeir Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch voru einnig sprækir. Grindvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Njarðvíkingum og fjórum á undan Keflavík.
Grindavík-ÍR 94-79 (26-13, 26-20, 22-24, 20-22)
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 24/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/9 fráköst, Lewis Clinch Jr. 17/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 14, Þorleifur Ólafsson 7/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/7 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Magnús Már Ellertsson 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Jeremy Atkinson átti stórleik þegar Njarðvíkingar sótti mikilvægan útisigur í Borgarnes, en hann skoraði 34 stig og tók 9 fráköst.. Njarðvíkingar voru alltaf skrefinu á undan heimamönnum. Með sigrinum komust Njarðvíkingar upp fyrir granna sína í Keflavík sem töpuðu gegn Stólunum.
Skallagrímur-Njarðvík 91-100 (25-28, 18-24, 23-24, 25-24)
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 34/9 fráköst, Logi Gunnarsson 16/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 14/10 fráköst/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 12/7 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/5 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 5/4 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Jón Sverrisson 0.
Eftir góðan fyrri halfleik þar sem Keflvíkingar leiddu í leikhlé með þremur stigum, komu heimamenn sterkir til leiks í seinni hálfleik og börðu saman sigur. Munurinn varð á endanum níu stig, 86:77 þar sem Amid Stevans skoraði 20 stig fyrir Keflvíkinga. Þetta var annar ósigur Keflvíkinga í röð.
Tindastóll-Keflavík 86-77 (19-24, 24-22, 20-15, 23-16)
Keflavík: Amin Khalil Stevens 20/8 fráköst, Magnús Már Traustason 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 10/6 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9, Ágúst Orrason 3, Guðmundur Jónsson 3/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0.