Fjórir harðir frá Suðurnesjum í Qatar
Hörðustu stuðningsmenn handknattleikslandsliðsins koma frá Suðurnesjum. Þeir Hafsteinn Ingibergsson, Ólafur Thordersen, Gísli Jóhannsson og Einar Sigurpálsson eru nú staddir í Qatar þar sem landslið Íslands leikur á HM í handknattleik í eyðimörkinni.
Þeir handboltabræður voru í viðtalið við SportTV í gær eftir sigurleik Íslands á Alsír. Þeir voru glaðir með úrslitin og gleði Hafsteins var margföld því hann varð einnig afi í gær, eins og fram kemur í viðtalinu sem má sjá hér.