Fjórir frá Suðurnesjum í úrtakshóp U 21
Fjórir knattspyrnumenn hafa verið valdir af Lúkasi Kostic, þjálfara U 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, til að taka þátt í 30 manna úrtaksæfingum fyrir liðið.
Leikmennirnir eru Magnús Þormar, markvörður Keflavík, Óskar Örn Hauksson, Grindavík, Baldur Sigurðsson, Keflavík og Ingvi Hrafn Guðmundsson, Keflavík.
Öll félög í Landsbankadeildinni 2006 eiga fulltrúa í æfingahópnum, auk þriggja félaga í 1. deild. U21 landslið karla mætir Skotum í vináttuleik ytra 28. febrúar næstkomandi og er það fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic.
Æfingarnar fara fram í Reykjaneshöll dagana 11. og 12. febrúar.
VF-mynd/ Óskar Örn í leik með Grindavík gegn Keflavík s.l. sumar.