Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjórir frá Suðurnesjum í landsliðið
Mánudagur 11. júlí 2005 kl. 12:58

Fjórir frá Suðurnesjum í landsliðið

Fjórir kylfingar frá Suðurnesjunum skipa meðal annars íslenska landsliðið í golfi 55 ára og eldri en síðasta viðmiðunarmót til landsliðs  55 ára og eldri lauk á Urriðavelli í gær. Eftir það var ljóst hverjir kæmu til með að skipa íslenska landsliðið sem tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Englandi í næsta mánuði.  Hart var barist um hvert sæti, en 12 kylfingar fara á EM og skipa tvö 6 manna lið.  Þeir sem leika í A-liðinu eru: Þorsteinn Geirharðsson GS,  Jón Ólafsson GKG,  Friðgeir Guðnason GR, Jóhann Reynisson NK, Bjarni Jónsson GR og Gunnsteinn Skúlason GR.

B-liðið skipa:  Einar Guðberg GS, Steinar Sigtryggsson GS, Ingvar Ingvarsson GS, Björn Karlsson GK,  Björn Eysteinsson GSE og Friðþjófur Einarsson GSE.

Mynd/Kylfingur.is: Þorsteinn Geirharðsson stóð sig best í viðmiðunarmótum LEK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024