Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir frá Suðurnesjum í æfingahóp landsliðsins
Þriðjudagur 20. febrúar 2018 kl. 13:10

Fjórir frá Suðurnesjum í æfingahóp landsliðsins

Tilkynnt var um hverjir væru í sautján manna æfingahóp fyrir leikina gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM í körfu á blaðamannafundi í hádeginu. Fjórir leikmenn af Suðurnesjum eru í æfingahópnum en það eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, Logi Gunnarsson, Njarðvík, Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Njarðvík og Ólafur Ólafsson, Grindavík.

Tólf manna lokahópur verður síðan tilkynntur á fimmtudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sautján manna æfingahópur Íslands:
Breki Gylfason, Haukar
Emil Barja, Haukar
Haukur Helgi Pálsson, Cholet Basket
Hjálmar Stefánsson, Haukar
Hlynur Bæringsson, Haukar
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket
Jón Arnór Stefánsson, KR
Kári Jónsson, Haukar
Kristófer Acox, KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Martin Hermannsson, Chalons-Reims
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Pavel Ermolinskij, KR
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Njarðvík
Tryggvi Snær Hlinason, Valencia