Fjórir fengu fyrstu Gullmerki Keflavíkur
Fjögur Gullmerki voru veitt á aðalfundi Keflavíkur nú fyrir helgi. Þetta er í fyrsta skiptið í sögu félagsins sem gullmerkin eru veitt en þau fá einstaklingar sem eiga að baki 15 ára stjórnarsetu fyrir félagið.
Gullmerkin fengu þeir Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson, Birgir Ingibergsson og Jónas Þorsteinson en allir eru þeir að byrja sitt sextánda ár í stjórn. Einnig voru þeir allir í stjórn áður en félagið sameinaðist 1994. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sáu um að næla merkin í stjórnarmenn.
Ýmsar fleiri viðurkenningar voru veittar við þetta sama tækifæri og greinum við nánar frá því síðar.
--
VFmynd/elg - Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Jónas Þorsteinsson, Birgir Ingibergsson, Kári Gunnlaugsson, Einar Haraldsson og Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ.