Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjörið heldur áfram í kvöld
Deildarmeistar Grindavíkur.
Föstudagur 22. mars 2013 kl. 08:15

Fjörið heldur áfram í kvöld

Úrslitakeppnin komin á fullt

Úrslitakeppnin í Domino's deild karla fór að stað með látum í gær. Keflvíkingar máttu þá sætta sig við ósigur gegn Stjörnunni frá Garðabæ og KR-ingar unnu örugglega í Þorlákshöfn gegn Þórsurum.

Í kvöld leika hin Suðurnesjaliðin tvö, Grindavík og Njarðvík. Grindvíkingar eru ríkjandi deildarmeistarar og hefja því leik á heimavelli gegn Skallagrímsmönnum. Grindvíkingar höfðu betur báðum í viðureignum liðanna í vetur en gaman verður að sjá gamla Grindvíkinginn Pál Axel Vilbergsson mæta aftur í Röstina, en Páll leikur nú með Skallagrími.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar fara á Stykkishólm og mæta Snæfelli. Báðar innbyrgðisviðureignir liðanna í deildinni í vetur enduðu með sigri Snæfells og því ljóst að Njarðvíkingar eiga verðugt verkefni fyrir höndum.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.