Fjörið hefst á fimmtudag
Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar í körfuknattleik hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Í Grindavík taka nýkrýndir deildarmeistarar á móti Hamri frá Hveragerði og í DHL-höllinni taka KR-ingar á móti Njarðvík. Báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15.Á föstudeginum verða einnig tveir leikir en þá taka Haukar á móti Tindastóli og Keflavík spilar við ÍR. Báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15.