Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjóri leikir í Iceland Express deild karla í kvöld
Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 15:39

Fjóri leikir í Iceland Express deild karla í kvöld

Níundu umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Hamar tekur á móti KR í Hveragerði, Skallagrímur fær Njarðvík í heimsókn, Grindavík tekur á móti Snæfell og nýliðar Stjörnunnar fá bikarmeistara ÍR í heimsókn.

 

Von er á hörkuslag í Grindavík þar sem heimamenn fá Snæfell í heimsókn en Grindvíkingar hafa unnið sjö deildarleiki í röð eftir að þeir töpuðu illa gegn Keflavík í fyrstu umferðinni. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig en Snæfell hefur 6 stig í 6. sæti deildarinnar.

 

Skallagrímur tekur á móti Njarðvík í Borgarnesi en með sigri í kvöld geta Skallarnir jafnað Njarðvíkinga að stigum. Grænir eru í 4. sæti deildarinnar með 10 stig en Skallagrímur hefur 8 stig í 5. sætinu. Skallarnir höfðu góðan útisigur gegn Þór í síðustu umferð en Njarðvíkingar lögðu Tindastól nokkuð örugglega í Ljónagryfjunni.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - Griffin og félagar í Grindavík fá Snæfellinga í heimsókn í Röstina í kvöld.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024